miðvikudagur, desember 07, 2011

Bara af því að ég á að vera að lesa undir próf.

Það er aldrei betri tími til að flikka aðeins uppá bloggið sitt en þegar maður á að vera að lesa undir próf.

Var að skoða myndir frá því við vinkonurnar héldum okkar árlegu LitluTyppaJól. Rakst á þessa mynd sem sýnir hversu ótrúlega metnaðarfullar og hugmyndaríkar vinkonur ég á.
Við höfum alltaf pakkaleik nema ,,tvistið" í þessum er að gjafirnar þurfa að vera heimatilbúnar. Þegar við gerðum þetta fyrst þá bjóst ég ekki við að við myndum halda þessu áfram ár eftir ár. Mikið óskaplega er ég samt ánægð með það. 3 dögum fyrir LitluTyppaJólin, ár hvert, er ég við það að bugast vegna þess að hugmyndin er ómöguleg og framkvæmdin enn verri. Það gleymist svo alltaf þegar pakkarnir eru opnaðir. Þeir eru hver öðrum flottari og allar svo ánægðar með sinn. Ég er þegar farin að hlakka til að sjá pakkana að ári.

Best að fara að leggja höfuðið í bleyti um hvað ég töfra fram.


fimmtudagur, desember 25, 2008

Jólin,jólin og allt sem þeim fylgir

Nýt jólanna í faðmi fjölskyldunnar.
Yndislegt aðfangadagskvöld liðið með öllu tilheyrandi.
Í dag, jóladag, er ferðinni heitið í árlegt jólaboð föðurfjölskyldunar. Að þessu sinni er það í Reykjavíkinni. Ágætt að fara í bæinn þar sem ég þarf að ná í eina jólagjöf sem gleymdist þar....klaufinn ég.

Líklega verður svo farið í Borgarnes annaðkvöld og kíkt á öldurhús bæjarins.

Á sunnudaginn skrepp ég svo á Selfoss í brúðkaup Sólveigar og Hróbjarts...ekki leiðilegt það.

Á svo eftir að vinna einn dag á leikskólanum...þriðjudaginn þrítugasta...eftir það tekur við undirbúningur reisunnar miklu með smá hléi til að fagna áramótunum.


Í dag eru 12 dagar þar til lagt verður í'ann. Óhætt að segja að smá spenningur í bland við stress sé komið í mann. En þetta veður stórkostlegt.


Ætla mér ekki að blogga hér á meðan ferðalaginu stendur....hægt er að fylgjast með ævintýrum okkar þremenningana á:

Endilega kíkið við :)

miðvikudagur, október 22, 2008

Seint skrifa sumir en skrifa þó.

Þrátt fyrir efnahagshrun og leiðindi á landi ísa þá hef ég það fínt. Ég gerðist villt og ákvað að ditsa alla neikvæðni og svartsýni og finna mér eitthvað að hlakka til í svartasta skammdeginu.

Ég gerði mér lítið fyrir og pantaði 3 mánaða ferð til fjarlægðra og framandi landa ásamt ástkonum mínum þeim Ingibjörgu og Margréti.
Við ætlum sumsé að flýja land 6. jan og halda til Ástralíu og Asíu....úúú ég get vart beðið. Byrjum á Ástralíu í mánuð. Förum þaðan til Tælands, Laos og Kambodíu og endum í Kína. Unaðslegra getur það ekki verið. Meiri fréttir af ferðinni síðar en við erum allavega komnar með farmiðana í hendurnar og hættum ekki við héðan af.

Ekki veitir af að hafa það gott á þessum síðustu og verstu.


Hér verðum við.


Hér....

og hér...

Lífið gerist ekki öllu betra.

fimmtudagur, september 25, 2008

Lóan er Komin - í flutningi Auðar og Bergþóru af Berginu

Tók mér það bessaleyfi að birta þetta myndband af fíflinu og systur hennar. Seint verður sagt að Sauður hafi mikla blokkflautuhæfileika eins fölsk og hún hljómar en hún vegur það upp með fegurð sinni blessunin.

sunnudagur, ágúst 03, 2008

föstudagur, ágúst 01, 2008

laugardagur, júlí 05, 2008

Sökker


Ég fór í Kubb í dag sem er kannski ekki frásögufærandi nema fyrir þá staðreynd að ég sökkaði stórlega.Þrátt fyrir ad vera í þrem mismunandi liðum með prýðisgóðum meðspilurum þá náði mitt lið alltaf að tapa og tel ég ad leikur minn hafi klárlega eitthvað með það að gera.Ég verð greinilega að fara í strangar æfingabúðir fyrir næstu keppni.Annars vil ég þakka keppendum dagsins þeim Margréti,Lindu,Helenu,Árna Steinari og Sigmari drengilega og góða keppni.Önju Sæberg vil ég líka þakka góða hvatningu,hennar vegna lét ég aldrei deigan síga. Til gamans má geta að á myndinni má sjá Möggu og Lindu gera sig líklegar til að rústa einum leiknum sem og þær gerðu.